TÍMAFLAKK
REGLUR
- Byrjið á því að stokka spilin
- Leggið eitt spil á borðið og snúið því upp (svo að ártalið sjáist)
- Hver leikmaður fær 5 spil (og má ekki sjá ártölin á þeim)
- Fyrsti leikmaðurinn velur sér eitt spil af hendi og leggur það öðru hvoru megin við spilið sem er úti. Hægra megin telji hann að atburðurinn hafi gerst eftir þeim sem er á borðinu eða vinstra megin telji hann að atburðurinn hafi gerst áður
- Næst snýr leikmaðurinn spilinu við og ef hann lagði spilið á réttan stað þá er hans umferð lokið. Ef spilið var lagt á rangan stað þá þarf leikmaðurinn að draga nýtt spil úr bunkanum og fjarlægja spilið sem var lagt á rangan stað af borðinu og setja það neðst í spilabunkann
- Í umferð 2 þarf næsti leikmaður að velja hvort hann vilji setja spilið sitt lengst til vinstri, í miðjuna eða lengst til hægri (ef leikmaðurinn í umferð 1 lagði sitt á réttan stað). Því lengra sem líður á spilið því fleiri möguleikar verða í boði (og þar af leiðandi erfiðara að spila rétt)
- Sá sem klárar spilin sín fyrst vinnur. Þó skal ávallt klára umferðina og klári fleiri en einn leikmaður spilin sín fer fram bráðabani þar sem allir þeir sem kláruðu spilin sín draga nýtt spil og halda áfram þangað til að einn stendur eftir